þriðjudagur, mars 28, 2006

Gestur

Hver er þessi gestur?
-Hrafninn flýgur

Hann er Bjarni Frímann

Bjarna tókst að snúa sólahringnum mínum við á fyrsta degi. Vöknuðum kl.7 í beikon, egg, bakaðar baunir og fleira að hætti kóngafólks. Tók sirka 5 tíma æfingatörn og svo erum við búnir að lifa hvílíku letihaugalífi frá seinniparti eftirmiðdags fram á kvöld.

Bjarni er núna fastur í dvd safninu mínu, aðalega Jeeves and Wooster. Skil það vel, snilldar þættir.

mánudagur, mars 27, 2006

Svefn - Tími - Vaka

Eftir Bandaríkjatúrinn hefur mér gengið illa að aðlagast danska tímanum aftur. Ekki nóg með það að ég sofna yfirleitt ekki fyrr en um 4 á nóttunni heldur skiptist yfir í sumartímann í gær sem þýðir að kl.5 um nótt er núna það sem var kl.4.

Mér tókst þó að vakna um 9 í dag og svo kemur Bjarni í heimsókn á eftir og verður út vikuna svo ég treysti á að hann bjargi mér. Breiði yfir mig á kvöldin og veki mig kl.7 á morgnanna. Enda er Bjarni mikill reglumaður.

sunnudagur, mars 26, 2006

Afsökunarbeðni

Ég vil biðjast afsökunar á því að hafa alhæft um trúlausa í blogginu mínu um trúmál. Það er aldrei fallegt að alhæfa.

Ég vil líka benda fólki á að vefurinn www.vantru.is er mjög áhugaverður og einnig www.birgir.com Mér finnst frábært þegar fólk deilir heimspekilegum vangaveltum sínum. Kannski þess vegna sem mér finns gaman að þræta um hluti.

Birgir segir td. á sínu bloggi
"Trúleysi mitt...
...fellst ekki í því að hafna tilvist skapara, heldur íhlutun hans...."
skoðið það hér

Over and out
Kontri

Lygi

Það var logið að mér. Þetta er bara Axl Rose. Það var líka það sem ég hélt en einhver sagði að þetta væri reunion. En samkvæmt heimasíðu Hróaskeldu sýnist mér þetta bara vera Öxlin að berjast fyrir lífi sínu.

Guns n Roses

Þeir munu koma saman á Hróaskeldu í ár. Ég þangað!!!

Shit happens

Bloggið mitt er skítugt því ég gékk á skítugum skóm á því.

-Óendanleiki
-Við sjáum svo langt sem augað eygir...
-Ég mun taka endi.

Ég tek til baka allt sem ég sagði um trúleysingja og aðra trúarsöfnuði, lífið er of stutt til að rífast um svona málefni. Allir eiga fullkominn rétt á sér og sínu. En ég verð að játa að það var mjög gaman að sjá svona sterk viðbrögð. Eins og ég segi, trú/trúleysi er eitt viðkvæmasta umræðuefni sem ég þekki og hefur örugglega alltaf verið það. Auðvitað eru trúleysingjar ekki uppáþrengjandi eins og margir sértrúarsöfnuðir, ég vildi ekki meina það. Afsakið.

Kæru vísindamenn, er eftirfarandi staðhæfing rétt að ykkar mati? Hroki = fordómar

föstudagur, mars 24, 2006

Ég vissi það!

Ég vissi að þetta trúarblogg myndi valda ussla, enda er trú eitt vandmeðfarnasta mál sem hægt er að hugsa sér.

Fyrirgefið allir! Bæði trúaðir og trúlausir.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Trúmál

Afhverju er trúlausum jafn unnt um að dreifa orði sínu eins og heittrúuðum. Hvað þarf svona mikið að sanna. Má þetta ekki allt saman vera til. Mega ekki allir trúa sínu. Trúleysingjar hafa ótrúlega litla virðingu gagnvart hinum trúuðu.

Ég er ekki heittrúaður og fer ekki í kirkju reglulega, það þýðir samt ekki að ég hafi ekki mína trú sem á rætur að rekja til hins yfirnáttúrulega eða spiritualisma einhvern.

Trú hefur hjálpað svo ótal mörgum að finna tilgang með lífinu...er það slæmt?

Afhverju fer vestrænu samfélagi hnignandi? Peningar eru allt fyrir fólki.

Ég segi, upp með spiritualisma, niður með materialisma.

Eru vísindi ekki jafn mikil trú og hvað annað? Vísindi eru skynjanir okkar settar í formúlur og munstur. Hver er sannleikurinn í því? Höfum við öll skynfæri? Kannski er hægt að skynja heiminn miklu dýpra. Vísindi eru nauðsynleg að mínu mati en það er trú á hið óskiljanlega líka.

Ég þarf ekki að dreifa minni persónulegu trú til annarra, en mig langar mjög mikið til að fólk hætti að dreifa sínum, þar á meðal trúleysi. Ég held að hinir trúlausu séu jafnvel verri en allir þessir sértrúarsöfnuðir sem banka upp á hjá manni, ég bíð eiginlega bara eftir því að trúlausir fari að gera það líka.

Hlustið á tónlist eftir Bach og segið að hið yfirnáttúrulega sé ekki til með góðri samvisku. Er ekki tónlist yfirnáttúruleg, afhverju heillumst við svona af henni, en hún er líka vísindi. Mín niðurstaða er, vísindi og trú eru óslítanleg fyrirbæri og ef ég hefði ekki trú gæti ég alveg eins hætt í tónlist.

USA

Þá er maður kominn heim til Köben aftur þótt líkamsklukkan sé enn á leiðinni frá Seattle. Hún fór eflaust með skipi.

Við spiluðum þrenna tónleika (þar af eina í Vancouver Kanada) og Eva hélt eitt workshop í "Jú dobb" eins og þeir kalla University of Washington. Workshoppið var ótrúlega flott hjá Evu og ég ætla að fara að hanna eitt slíkt um kontrabassann svo við getum gert svona workshop saman.

Planið er að sækja um í háskólum víðsvegar á vesturströnd bandaríkjana fyrir næsta vor til að halda svona workshop og tónleika. Ef við fáum inn í 3-5 skólum myndum við geta grætt svoldin pening á þessu og fengið frábært road trip með Pete og Josh en þeir eru tónskáldin sem fengu okkur til að koma. Það lítur út fyrir að margir staðir í Bandaríkjunum eigi ekki mikið af ungum listamönnum sem spila alvarlega nýja tónlist (eða geta það) svo þeir sem eru í þeim heiminum eru æstir í að fá okkur aftur og fleiri og fleiri vilja skrifa fyrir The Slide Show Secret.

Fyrir þennann túr bjuggum við til ýmsan varning með lógóinu okkar á:
Segla á ísskápinn
Handtöskur fyrir nótur og annað
bolla
músamottur
nælur

Seglana reyndum við að selja en hitt var til gamans fyrir okkur sjálf. Við seldum öll cd demóin okkar og svona 10 segla, sem við teljum gott annars tókum við eftir því að bandaríkjamenn eru óðir í límmiða á stuðarann svo það verða sko gerðir límmiðar fyrir næsta túr.

Contact aðilum okkar vestanhafs fer fjölgandi svo hver veit nema maður endi í Hollywood!?

þriðjudagur, mars 14, 2006

Vancouver

Vid erum buin ad spila i Vancouver a harmonikkufestivali. Ohaett ad segja ad vid sloum i gegn. Thetta var bar/veitingastadur og vid vorum mjog ahyggjufull yfir havada fra folki en thegar vid byrjudum ad spila slo thogn a lidid og hun helst til enda. Frabaert kvold!

Annars er vorid komid i Seattle og her er frabaert ad vera.

-ble

þriðjudagur, mars 07, 2006

Flensa

Búinn að vera hálfslappur seinustu daga, einhver flensa en fæ samt ekki hita. Ákvað því að vera veikur í dag og fá frí frá stressinu. Sjá hvort maður verði hressari á morgunn. Enda nenni ég ekki að vera veikur í USA. Brottför á fimmtudaginn. Þetta þýðir samt að ég missti af því að spila á skólatónleikum í dag en það verður að hafa það.

Var samt duglegur að hringja í SAS og tilkynna að ég komi með kontrabassa í flugið og í Sjóva til að kaupa ferðatryggingu. Það borgar sig víst þegar kemur að bandarísku heilbrigðiskerfi að vera tryggður, ekki lágar upphæðir sem um ræðir þar. Vona samt að það þurfi ekki að nota þá trygginga, að sjálfsögðu.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Umhverfisvænt

Hann Guðmundur Hörður er mikill baráttumaður fyrir umhverfinu. Ég vek því athyggli á bloggsíðunni hans graenmeti.blogspot.com

Set það í tenglana hér vinstra meginn.

Margt í mörgu

Ég veit ég var búinn að lofa bloggleti en það kom yfir mig skyndileg þörf til að blogga.

-Lífsspeki og Shawarma-
Fyrst af öllu fyrir þá sem ekki vita hvað shawarma er, það er það sama og kebab eða döner. Shawarma er tyrkneska orðið, kebab er araba orðið, að öðru leiti er þetta sama tóbakið. Þegar ég fer á shawarmastaðinn minn og kaupi mér pizzu eða annan skyndibita fæ ég yfirleitt ýmsa lífsspeki í kaupbæti. Þannig er að ég er mjög oft þreyttur eftir daginn og nenni ekki að elda, fer þá á þennann stað og eigandinn þekkir mig orðið nokkuð vel og við spjöllum yfirleitt svoldið. Seinast fékk ég að vita um það hvernig maður hagræðir lífinu öðruvísi eftir að maður eignast börn. En hjá honum hef ég lært ýmislegt um lífið, yfirleitt eitthvað sem ég veit nú þegar en samt, gaman að þessu. Þegar ég sagði honum mín plön um að flytjast til Berlínar sagði hann mér að konurnar ráði alltaf.

-Laun-
Var að fá 2000 dkk. á svokallaðan fríreikning eftir vinnu hjá útvarpshljómsveitunum tveimur. Alltaf gaman að fá penge.

-Budvar og Mahler 2.sinfónía-
Nú er ég kominn heim eftir langa æfingu með Evu og þreytan er að leka af mér. Til þess að slaka á hef ég valið að fá mér Budweiser Czech og horfa á dvd-ið með Mahler 2 með hinni ótrúlegu hljómsveit Lucerne Festival Orchester og meistara Abbado. Abbado er tvímælalaust uppáhalds stjórnandinn minn. Hann er alltaf með sitt mjúka sound og fullkomið samspil, ich liebe es.

-Frí frá stuntkonkurrence-
Ég fékk í dag bréf um að ég fái leyfi frá stuntkonkurrence sökum USA og Canadaferðarinnar. Þar kom fram að þetta leyfi væri einstaklega óvenjulegt og í flestum tilfellum ekki gefið en þar sem faglegur ábyrgðarmaður keppninnar (Ole Henrik Dahl) hefði gefið sitt samþykki og þar sem þetta hefði með tónlistarferil minn að gera þá var þessu hleypt í gegn. Fallegt af þeim!

-Músík-
Mér finnst gaman að vera tónlistarmaður en það er fjandi erfitt og mikið álag á sálina. Markmið mín eru svo miklu fjær mér en ég hélt. Ég skal, ég ætla og ég get!