Já! Það fer ekki á milli mála að inspírasjóns terapían mín virkar þvílíkt vel. Krakkarnir fengu allir stjörnur í augun við að fá að spila Bond, en ath. það er krókur! Þau fengu ekki að læra Bond lagið almennilega núna því þau þurfa fyrst að klára annað og svo í næsta tíma skoðum við Bond...allir hlakka svo mikið til næsta tíma að ég held þau séu strax hætt að líta á þetta sem leiðinlega skyldu. Allir fengu klst. í stað 30 mínutnanna og enginn leit einu sinni á klukkunna...ok, nema einn sem er þessi erfiðasti, hann fékk samt líka stjörnur í augun. Ástæðan fyrir því að tíminn varð langur var nú bara því ég gleymi mér algerlega í þessu...ég hef bara svona gaman að þessu, svei mér ef maður endar ekki bara í kennslu. Markmiðið hefur nú samt alltaf verið að spila í hljómsveit og ég held ég verði ekki rólegur fyrr en ég hef prófað það í einhvern tíma. En kontrabassaleikari Íslands gæti endað á því að stofna Kontrabassaskóla Íslands og veitt til sín nemendur með því að spila í grunn og menntaskólum, sýna möguleika hljóðfærisins og bjóða fría prufutíma. Já ég sé það ljóslifandi fyrir mér, skóli með 30-40 bassanemum og tilboðin frá skólahljómsveitum landsins streyma inn til nemendanna og skólans...úps! stórmennskubrjálæðið greip mig óvart.
Ég er að hugsa um að gera meira af mínu eigin kennsluefni...það er líka eitt af því sem veitir sjálfum mér mikinn innblástur að finna út góðar leiðir til að kommunkera með þeim. Þetta með dönsku kunnáttuna er nú alveg hætt að bögga mig, ég þurfti nú samt að ná mér í tónfræðibók á dönsku til að geta örugglega útskýrt allt á dönsku. Þau geta varla lesið nótur, eða allavega ekki yfirfært það sem stendur í nótunum yfir á bassann. Ég verð því að vinna í því. Þess vegna er erfitt að hafa bara 30 mínútur, ég meina ég get ekki bara blaðrað um lengdagildi og skala allann tímann, þau verða að fá að spila líka.
Þau spila í hljómsveit og verkin eru ekki auðveld, Mozart forleikur sem ég spilaði í kammersveit tónlistarskóla Hafnarfjarðar, undir leiðsögn og stjórn Ólivers Kentish. Þetta er hrikalega erfiður forleikur, hraður og ekki bara í 1. og 2. stillingu þannig að þau ráða ekkert við þetta. Ég verð einhvern veginn að koma þeim hratt áfram svo þau geti haft gaman að hljómsveitarspilinu.
Ég er allavega sáttur, nú er bara að sjá hvort þau æfi sig heima!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli