föstudagur, janúar 30, 2004

Woody

Hvernig skrifar maður sögur eins og Woody Allen? Maðurinn er snillingur þótt hann viðurkenni það ekki sjálfur. Fyrir það fyrsta fær hann alltaf snildarhugmynd um plot. Síðan tekst honum alltaf að leysa smáatriðin á skondinn hátt en samt eðlilegan.

Ég hef stundum hugsað um þetta sjálfur, ég meina hvort maður geti skrifað sögu sem funkerar vel, er fyndin og heimsspekileg. En mig vantar þessa náðargáfu Woody's að geta fundið upp á smáatriðunum sem gera söguna svo skemmtilega.

T.d. í Shadows and fog er kona sem verður hóra eina nótt (svo ekki meir) en á ótrúlega eðlilegan og smekklegan hátt að manni finnst ekkert vera að því. Sá sem sefur hjá henni borgar henni 700$ fyrir en standard verð fyrir hóru var 20$. Hann var bara háskólanemi, hvernig gat hann þá átt þessa peninga. Jú, hann vann þá í spilum (pókar) fyrr um kvöldið.

Snild!

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Heilmikið af engu

Netlur sem þessar eru sönnun þess að við erum öll egóistar. Viljum láta taka eftir okkur og ef það stendur ekkert í "comments" dálkinum verðum við leið.

Við höfum frá engu að segja og segjum frá því í smáatriðum, teyjum lopan þar til hann er við að slitna.

Ég er neytandi, ég er ofurneytandi. Ég er fátækur námsmaður en eyði samt peningum í vitleysu. Það sem ég gerði af mér í gær var óafsakanlegt. Ég eyddi 300 kr. (3.600 ísl.kr) í dvd myndir. En þær eru allar saman góðar, mikil snild.

Woody Allen, Shadows & fog
David Lynch, Mulholland drive
...og að lokum AMADEUS (directors cut, 20 mín. lengri) sem kemur manni alltaf í stuð.

Allar myndirnar eru göfgandi fyrir andann og með því sannfærði ég sjálfan mig um að þetta væru góð kaup og afsakanleg.

Ef maður heldur áfram í eyðslunni verð ég að fara að finna mér vinnu. hmmm! Kannski ég gæti gefið netlurnar mínar út í fallaga innbundinni bók og skrifað utan á special extended version, þá myndu þær eflaust rokseljast.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Heilsa

Ég var ekkert smá duglegur að fara í líkamsrækt áðan. Það var samt erfiðara en seinast að lyfta sömu þyngdum. Getur verið að ef maður hefur verið latur og farið tvisvar í viku að maður verði bara aumari fyrir vikið. Ef svo, þá er betra að vera bara heima í staðinn.

Nei! Nú fer ég minnst þrisvar í þessari viku, það er augljóslega það sem þarf. Enda var alltaf ætlunin að fara fjórum sinnum í viku.

Ég ætla að þrengja reglurnar á nammibindindinu mínu og hafa að ég megi ekki borða nammi á föstudögum, en megi drekka gos (þar sem poppkorn er leyfilegt, enginn sykur eða gerfiefni í því) ef maður skildi fara í bíó eða horfa á video. Ég er svo háður nartinu yfir bíómyndum. Á þessari stundu er ég einmitt að hakka í mig sykurbombum, nefninlega döðlum. Nammi namm! Þær eru góðar. Ég leyfi mér sem sagt náttúrulegt nammi.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Baresso

Ég fór á Baresso heimasíðuna seinasta fimmtudag og skrifaði þeim tölvupóst. Ég stakk upp á að þeir byðu upp á Soya latte og settu upp hjá sér airport (snúrulaust netkerfi) fyrir þá sem hefðu fartölvur. Í ljós kom að þeir eru ný farnir að bjóða upp á soya latte og eru í viðræðum við tölvufyrirtæki út af svona airport uppsetningum. Þannig að ég ætti kannski að fá vinnu hjá þeim við hugmyndasmíðar, enda voru þessar hugmyndir ekkert nýjar hjá mér. Ég hafði bara aldrei stungið upp á þeim við þá.

Sukk og svínarí

Hvílíkt nammiát á manni. Þessi helgi er búin að vera hvílíkt nammisukk. Í gær (laugardag) borðaði ég ekkert nema nammi þar til um kvöldmatarleitið, þá fékk ég mér pizzu og hindbrjatertu með rjóma í eftirrétt. En á morgun hefjast á ný 4 nammilausir dagar. Það er spurning hvort maður eigi ekki að setja sér einhverjar reglur fyrir helgardagana. Þetta nær náttúrulega engri átt.

Föstudagskvöldið sá ég ótrúlega áhrifaríka mynd í bíó sem heitir "My life without me". Eiginlega svoldið erfitt að gúffa svona í sig nammi eftir slíka mynd. Hún fjallar um unga konu sem greinist með krabbamein sem er ólæknandi og hún á 2-3 vikur eftir ólifað. Konan er 23 ára og á tvö börn og mann. Síðan gengur myndin út á það að hún er að koma öllu þannig fyrir að allt verði í lagi fyrir alla ástvini eftir að hún deyr. Þetta er falleg mynd og sorgleg en það besta við hana er að hún öskrar á mann að njóta lífsins því maður veit jú aldrei hvernær maður deyr. Ekki bara að njóta lífsins heldur að kunna að meta það sem maður á, því gleymir maður aðeins of oft. Eftir að stúlkan í myndinni fékk fréttirnar af krabbanum var henni algerlega sama um allt veraldlegt eins og merkjavörur og fleira. Eiginlega var þetta líka ádeila í leiðinni á mataræði (segi ég sem er búinn að gúffa í mig nammi yfir helgina) í vestræna heimshlutanum. En ástæða þess að ég gúffa í mig nammi er vegna þess að ég er í raun að trappa mig niður, þannig að ég hef afsökun. Bráðum hef ég 5 nammilausa og 2 nammidaga og svo að lokum bara 1 nammidag í viku.

Í gær var svo líka frumsýning á Britten, ég verð að segja að generalprufan gékk betur fyrir hljómsveitina. En það eru 2 sýningar eftir þannig að maður getur ennþá gert betur.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Dramatíkin stígur

Eins og áður hefur komið fram er ég að reyna að minnka sykurneysluna. Maður er hræddur um að fá áunna sykursýki ef maður heldur áfram í sama fari. Nú hef ég seinustu viku og þessa haft það þannig að föstudagskvöld,laugardagar og sunnudagar eru nammidagar en aðra má ég ekki snerta nammi eða sykurgos.

Það erfiðasta í þessu er þegar maður er ný búinn að borða hádegismat eða kvöldmat og er saddur og sæll. Þá vill maður kaffi (sem ég ætla sko ekki að hætta að drekka) og súkkulaði. En nú lítur út fyrir að örlögin séu mér til aðstoðar. Fyrir tveim dögum síðan þegar ég var í hléi á óperuæfingu fékk ég mér heitan mat í kantínunni. Eftir það var ég alveg að drepast mig langaði svo mikið í. Ég hreinlega svitnaði og fann hvernig pirringurinn æstist upp í mér. Ég stóð því upp og náði mér í einn bolla af kaffi, við afgreiðsluborðið var svo kassi með mini ritter sport súkkulaði. Ég borgaði kaffið og horfði girndaraugum á súkkulaðið. Síðan tók ég eitt upp og handfjatlaði það og hugsaði "þetta er svo lítið hvort eð er"........

......í hausnum á mér varð þögn.......


......svo hugsaði ég "andskotinn hafi það ég kaupi eitt", í því snéri afgreiðslumaðurinn sér við og fór að spjalla við konu. Við það henti ég súkkulaðinu aftur í kassann og hélt mína leið með kaffibollann.


Í gær var ég svo eftir æfingu orðinn pirraður með lágan blóðsykur. Ég átti að fara í spilatíma 2 tímum seinna. Þegar ég var svo kominn í skólann að æfa mig gat ég ekki hugsað um annað en súkkulaði. Ég átti frían kaffibolla inni (með klippikort, 10. hver frír)á BARESSO sem er besta kaffihúsakeðja sem ég veit um. Það passaði svo vel að fá sér eitthvað með kaffinu. Ég sló til og strunsaði út og í áttina að Baresso, þegar þangað var komið varð eitthvað vesen með að stimpla rétt inn svo þessi yrði frír. Ég var búinn að horfa á litla súkkulaðiþríhyrninga með núgatmulningi á. Þegar loksins var búið að leiðrétta í kassanum og ég ætlaði að biðja um súkkulaðið sagði afgreiðslukonan ákveðin (hún var sekúndubroti á undan mér) að ég ætti fara að öðru afgreiðsluborði þar sem maður fær svo kaffið afgreitt. Ég sagði því ekkert og fór.

Ég hef sem sagt átt mínar dramatísku stundir í þessari viku.

Stjórnandinn

Ég er kominn í svarthvítu fötin með slaufu og alles tilbúin að fara niður í Det Kongelige Teater og spila generalprufu. Það voru gefnir miðar á hana þannig að það má búast við fullu húsi.

Ég vona bara stjórnandinn mæti...hann datt í hálkunni í gær og gat varla gengið. Annars finnst mér hann lélegur og það væri ágætt að fá einhvern annann í þetta. Hann slær mjög óskýrt sem er ekki gott í verki sem skiptir mikið um takttegundir. Síðan hefur hann ekki vitað almennilega hvernig hann ætti að laga það sem fer úrskeiðis og notar svo stöðugt orð eins og "kannski" eða "gætum við". Allt þetta sýnir að hann veit ekkert hvað hann vill. Síðan eru söngvararnir alltaf að kvarta undan tempóum og þá er svarið "sorry, my fault" hann er sem sagt alltaf að gera vitleysur. Svo stoppar hann líka mjög oft út af eigin rugli.

Jæja best að drífa sig og slá í gegn...ég ætla að skrifa meira í kvöld því ég hef frá meiru að segja en engan tíma núna.

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Britten - Sumarnóttin

Britten sviðsmyndin er sko flott. Alltaf þegar ég fer í óperuna eru einhverjir "artistar" sem búa til minimaliskar sparnaðar sviðsmyndir. Svo kemur eitt svona skóla verkefni og það er flottasta sviðsmynd og búningar og bara allt sem ég hef séð í óperu. (Kannski fyrir utan Niflungahringin á Metropolitan en það hef ég náttúrulega bara upplifað á video/DVD)

Það sorglega er að loksins þegar svona uppfærsla er til staðar sný ég baki í hana og tel takta baki brotnu.

mánudagur, janúar 19, 2004

Bloggiti-bloggiti-blogg

Riddari bloggsins er kominn aftur...

Líkamsræktin gengur hægt. Það er nú aðalega sökum anna en maður er stöðugt á tónlistar-æfingum þessa dagana. Britten óperan nálgast frumsýningu og á morgun er fyrsta æfing í gryfjunni með proppsi og tilheyrandi. Þetta verður frekar flott og litrík sýning þannig að ég hlakka til að sjá þetta. Ég verð líklegast að taka með spegil á æfinguna en ég mun snúa baki í sviðið :( því miður.

Það sem er aðalega að gerjast í hausnum á mér er hvort ég eigi nokkuð að vera að halda uppi svona bloggi. Ég hef náttúrulega ekki verið sérlega duglegur við það en mér finnst hreinlega líf mitt ekki nógu og spennandi og ég ekki nógu og góður penni til að geta gert daufan hversdagsleikan að skemmtun. Svo er það nú líka þannig að sumt vill maður hafa út af fyrir sig, ég meina afhverju er maður að setja sig svona persónulega á netið. Þetta gæti orðið manni að falli einn daginn. T.d. ef maður væri morðingi og segði alltaf frá nýjustu drápum sínum hér.

það væri gott sönnunargagn fyrir löggimann
sem myndi taka mann
og setja mann ofaní rassvasann.

En þar sem ég frem mína glæpi í gegnum tónlist og það stendur fátt um það í lögunum þá sleppur þetta kannski.

Ég er t.d. mjög oft að fremja 5.strengs glæpinn (þ.e. að spila áttund neðar en skrifað ef það þýðir að ég fæ að spila á 5.strenginn). Vonandi er bassalöggan ekki að lesa þetta.

Það stóð til hjá mér að halda stutta tónleika í kirkju hér í Köben en það fékk ég ekki. Ég sótti sem sagt um að vera í tónleikaröð á vegum skólans en það er greinilega eftirsótt og ég verð þá bara að reyna aftur á næstu önn. Hins vegar reyni ég að halda tónleika í sumar á Íslandi sem verður gaman. Ef Elfa verður á landinu á sama tíma og ég þá munum við deila með okkur tónleikum. Helst áður en Ísafold hefur starfsemi sína.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Nýmóðins tónlist hefur verið leikin

Dagur gærdagsins var dagur stressins.
Ég vaknaði kl.06:00!!!!

Fyrst var æfing sem stóð frá kl.08:00-13:00, það var æfing fyrir tónleika kvölsins, eins konar rennsli. En þar sem ég spilaði í þremur verkum þurfti ég að vera til taks allann tímann. Flest verkin voruð mic-uð up og nokkur voru með aðstoð tölvu og þið vitið hvað það er mikið vesen þegar rafeindabúnaður er notaður á tónleikum. Endalaust eitthvað sem fer úrskeiðis og þá tekur hálftíma að finna út úr því hvaða snúra virkar ekki eða eitthvað álíka.

Kl.13:00 þurfti ég svo að flýta mér í Oddfellow húsið þar sem æfing fyrir "Midsummers night dream" e.Britten átti að hefjast kl.13:30. Kl.18:00 lauk þeirri æfingu og þá tók við að drífa sig aftur í skólann og reyna að ná að borða áður en eitt rennsli á verki sem ég spilaði í hæfist (kl.19:00).

Klukkan 20:00 byrjuðu svo tónleikarnir. Þeir hófust á flottu verki eftir George Crumb þar sem á að nota blátt ljós og grímur. Frábær stemmning í því verki. Ég var hins vegar á klóssettinu á meðan því stykki stóð að gera mitt stykki. Mitt stykki kom með stórum hvelli enda hafði ég verið með maga fullan af lofti/gasi alla óperuæfinguna. Eftir að hafa lokið mínu stykki af varð ég mjög rólegur. Það eina sem ég var stressaður fyrir á þessum tónleikum var bara hvort ég myndi freta á sviðinu eða ekki. En mér tókst sem sagt að ljúka mér af áður en ég fór á svið.

Ég spilaði verk ásamt fagotti og tölvu eftir Ejnar Kanding. Eftir hlé spilaði ég svo í stuttu Feldman verki þar sem pitch er frjálst en annað er skrifað. Eftir það spiluðu allir þátttakendur improvisation, það var stuð eins og gefur að skilja.

Næsta föstudag spila ég svo verk fyrir bassa,slagverk og tölvu.

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Nýtt ár, meira blogg?

Gleðilegt ár allir. Nú er jólafríið búið og það var gott. Það var enginn bassi, bara frí. Það var að vísu aðeins of langt frí án hljóðfæris. Þrem tímum eftir lendingu hér í Köben var svo æfing sem ég var engan veginn undirbúinn undir eftir bassalaus jól. En nú er þetta á réttri leið.

Nú er ég aftur byrjaður á hollari lífstíl, hugmyndin er að minnka sykur, hreyfa sig og borða hollt. Til að byrja með ætla ég ekki að borða nammi eða önnur sætindi annann hvern dag og fjölga svo smám saman nammilausum dögum þar til laugardagar verða einu nammidagarnir. Í dag fórum við Hildur í fitness center og ætluðum að fá að prófa og jafnvel kaupa kort í stöðinni en eins og allt í Danmörku þá tekur þetta tíma. Ég þurfti sem sagt að panta prufutíma og fer fyrst á mánudaginn að hreyfa mig. En mikið hlakka ég til þar sem hreyfing skapar vellíðan sem mig vantar núna. Stundum fær maður bara ógeð á hreyfingaleysi. En þegar allt kemur til alls þá er þetta átak mitt aðalega til að verða orkumeiri.

Nú er fullt að gera aftur, óperuverkefni (Britten ópera), tvö nútímaverk (1. fagott, tölva og bassi - 2. slagverk, tölva og bassi) sem ég þarf að flytja í næstu viku. Þrátt fyrir þessar annir þarf ég að vinna vel í sólóverkunum mínum. Janúar á að heita skemafrí (engin kennsla á aðalhljóðfæri) en kennarinn minn vill ekki virða það og heldur tíma eins og venjulega.

blæ í bili.